Cloud Services

.
Þjónusta í boði

 

Cloud Services er þegar þjónusta, kerfi og viðmót er gert aðgengilegt notendum í gegnum netvafra og smáforrit á internetinu. Hugbúnaðurinn og gögnin eru þá hýst á netþjónum hjá sértækum þjónustuaðilum (Service Providers). Cloud Services er til þess gerð að veita auðveldan aðgang að hugbúnaði hvar sem er, lækka rekstrar- og umsýslukostnað og spara rými. Hjá okkur starfa 150 reyndir einstaklingar sem hafa mikla þekkingu á Cloud Services. Við getum boðið þér upp þjónustur á mismunandi stigum:

 

IaaS

IaaS

IaaS

Infrastructure as a Service

Við aðstoðum viðskiptavini okkar að hámarka fjárfestingu sína í hefðbundnum tölvuherbergjum og hýsingum og færa upplýsingakerfainniviðina í skýið (Cloud). Þetta leiðir af sér lægri árlegan rekstrarkostnað vélbúnaðar, sem og uppfærslukostnað, og móti fæst áreiðanlegri uppsetning og aðgengi upplýsingakerfa um allan heim. Þegar IaaS er rétt upp sett þá skilar það aukinn skilvirkni og áreiðanleika auk skalanleika sem áður var ekki til staðar á aðeins broti af þeim kostnaði sem er af rekstri tölvukerfa með hefðbundnum hætti. Við erum með yfir 20 vottaða innviðasérfræðinga (Certified Cloud Infrastructure Specialists) sem eru til staðar til að tryggja örugga yfirfærslu þinna kerfa úr núverandi umhverfi í skýið (Cloud).

 

PaaS

PaaS

Platform as a Service

Þegar gera þarf eldri hugbúnaðarkerfi aðgengileg á heimsvísu, vera sveigjanlegri og skalanlegri, ná til sem flestra, með áreiðanlegum uppitíma þá er Gateway Cloud First Migration (GEC1) aðferðarfræðin áreiðanleg og hagkvæm þjónusta, sem tryggir betur endurnýtanleika og fjárfestingu þess hugbúnaðar.  Við erum með yfir 30 vottaða sérfræðinga (Cloud Solution Evangelists) í þessum verkefnum og höfum yfir að ráða meira en 600 endurnýtanlegar kerfiseiningar sem eru hluti af okkar Industry Standard GEC1 Framework og má sníða að aðstæðum hverju sinni. Nálgun okkar og verklag tryggir viðskiptavinum okkar útfærslu og útkomu sem byggir reyndum aðferðum. 

 

PaaS
SaaS

SaaS

SaaS

Software as a Service

Okkar SaaS þjónusta er tilvalin fyrir þau fyrirtæki sem vilja færa núverandi LOB hugbúnaðarkerfi og gera það aðgengilegra og öruggara fyrir starfsmenn, ásamt því að lækka rekstrar- og hýsingarkostnað.

 

EMS

EMS

Enterprise Mobility Service

Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að aðlaga fyrirliggjandi UT-högun og hugmyndafræði að þörfum samtímans varðandi snjallsíma- og spjaldtölvuþjónustur. Í dag þurfa lausnir að geta sent efni og aðgerðir á milli mismundandi umhverfa sem eru með mismunandi aðgengi og takmarkanir. Við erum með umtalsverða reynslu af hönnun og þróun smáforrita og höfum þróað yfir 500 slík. Með okkar þjónustu kemstu fyrr með þína vöru/þjónustu á markað. Við leggjum áherslu á að aðstoða áframhaldandi vöruþróun og uppfærslu á viðkomandi kerfum.

 

EMS

Hafðu samband

CAPTCHA
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Enter the characters shown in the image.